Fred Couples bjartsýnn á að Tiger Woods spili á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 08:00 Tiger Woods gengur frá áhugasömum áhorfendum á Augusta National golfvellinum í gær. Getty/Gregory Shamus Tiger Woods tók annan æfingahring á Augusta National golfvellinum í gær en fyrir hann sagði Tiger opinberlega að hann ætlaði að kanna betur stöðuna á sér áður en hann ákveði að vera með á Mastersmótinu í ár. Samkvæmt Fred Couples, sem spilaði hringinn með Tiger, þá gekk þessi æfingahringur vel hjá Tiger og því eru góðar líkur að hann verði með þegar keppni hefst í Mastersmótinu á fimmtudaginn. Tiger Woods looked 'phenomenal' in practice round at Augusta, Fred Couples says https://t.co/mfk7k7luW5— Fox News (@FoxNews) April 5, 2022 Eins og vaninn er með Tiger þá kallar hann á gríðarmikla athygli og það voru því mjög margir mættir í gær til að reyna sjá hann spila á æfingahringnum. Blaðamaður ESPN tók sem dæmi að það sýndu mjög fáir Hideki Matsuyama áhuga en hann vann einmitt Mastersmótið í fyrra. Það eru nær allir að pæla í Tiger Woods og hvort hann verði með á Masters-risamótinu sem hann hefur unnið fimm sinnum á ferlinum. Who else besides Tiger Woods would have a crowd like this during a Monday practice round at #TheMasters? pic.twitter.com/WtWDymL5LZ— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022 Tiger hefur ekki spilað á PGA-móti í meira en sautján mánuði en hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í febrúar 2021. Hann talaði um það að í desember að læknarnir voru nálægt því að þurfa taka af honum hægri fótinn. Woods spilaði æfingahringinn með þeim Justin Thomas og Fred Couples. Þeir spiluðu fyrstu níu holurnar á tveimur og hálfum tíma. „Hann er harður af sér. Hann mun aldrei láta þig vita þótt að hann finni eitthvað til,“ sagði Fred Couples við ESPN. Couples er 62 ára og vann Mastersmótið sjálfur árið 1992. Tiger Woods... leaving the practice area and heading to the 1st tee with Justin Thomas and Freddie Couples... Couples' caddie...looked at me and said with a smile... "You think Tiger's here?" pic.twitter.com/DVCZXXVCGy— Zach Klein (@ZachKleinWSB) April 4, 2022 „Hann leit vel út þegar hann gekk. Maður getur samt alltaf verið að glíma við sársauka en ef hann getur hitt kúluna svona þá snýst þetta bara um alla gönguna. Ef hann getur gengið allar þessar 72 holur þá mun hann keppa. Hann er of góður til að gera eitthvað annað,“ sagði Couples. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn og hefst bein útsending á Stöð 2 Golf klukkan 19.00. Tiger Woods commands attention every time he plays in the Masters. And while it's still TBD whether he's in the field this year, all of the other subplots are just that secondary to Tiger. By @dougferguson405 #TheMasters https://t.co/4pRxLwL6GN— AP Sports (@AP_Sports) April 4, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Samkvæmt Fred Couples, sem spilaði hringinn með Tiger, þá gekk þessi æfingahringur vel hjá Tiger og því eru góðar líkur að hann verði með þegar keppni hefst í Mastersmótinu á fimmtudaginn. Tiger Woods looked 'phenomenal' in practice round at Augusta, Fred Couples says https://t.co/mfk7k7luW5— Fox News (@FoxNews) April 5, 2022 Eins og vaninn er með Tiger þá kallar hann á gríðarmikla athygli og það voru því mjög margir mættir í gær til að reyna sjá hann spila á æfingahringnum. Blaðamaður ESPN tók sem dæmi að það sýndu mjög fáir Hideki Matsuyama áhuga en hann vann einmitt Mastersmótið í fyrra. Það eru nær allir að pæla í Tiger Woods og hvort hann verði með á Masters-risamótinu sem hann hefur unnið fimm sinnum á ferlinum. Who else besides Tiger Woods would have a crowd like this during a Monday practice round at #TheMasters? pic.twitter.com/WtWDymL5LZ— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022 Tiger hefur ekki spilað á PGA-móti í meira en sautján mánuði en hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í febrúar 2021. Hann talaði um það að í desember að læknarnir voru nálægt því að þurfa taka af honum hægri fótinn. Woods spilaði æfingahringinn með þeim Justin Thomas og Fred Couples. Þeir spiluðu fyrstu níu holurnar á tveimur og hálfum tíma. „Hann er harður af sér. Hann mun aldrei láta þig vita þótt að hann finni eitthvað til,“ sagði Fred Couples við ESPN. Couples er 62 ára og vann Mastersmótið sjálfur árið 1992. Tiger Woods... leaving the practice area and heading to the 1st tee with Justin Thomas and Freddie Couples... Couples' caddie...looked at me and said with a smile... "You think Tiger's here?" pic.twitter.com/DVCZXXVCGy— Zach Klein (@ZachKleinWSB) April 4, 2022 „Hann leit vel út þegar hann gekk. Maður getur samt alltaf verið að glíma við sársauka en ef hann getur hitt kúluna svona þá snýst þetta bara um alla gönguna. Ef hann getur gengið allar þessar 72 holur þá mun hann keppa. Hann er of góður til að gera eitthvað annað,“ sagði Couples. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn og hefst bein útsending á Stöð 2 Golf klukkan 19.00. Tiger Woods commands attention every time he plays in the Masters. And while it's still TBD whether he's in the field this year, all of the other subplots are just that secondary to Tiger. By @dougferguson405 #TheMasters https://t.co/4pRxLwL6GN— AP Sports (@AP_Sports) April 4, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira