Fred Couples bjartsýnn á að Tiger Woods spili á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 08:00 Tiger Woods gengur frá áhugasömum áhorfendum á Augusta National golfvellinum í gær. Getty/Gregory Shamus Tiger Woods tók annan æfingahring á Augusta National golfvellinum í gær en fyrir hann sagði Tiger opinberlega að hann ætlaði að kanna betur stöðuna á sér áður en hann ákveði að vera með á Mastersmótinu í ár. Samkvæmt Fred Couples, sem spilaði hringinn með Tiger, þá gekk þessi æfingahringur vel hjá Tiger og því eru góðar líkur að hann verði með þegar keppni hefst í Mastersmótinu á fimmtudaginn. Tiger Woods looked 'phenomenal' in practice round at Augusta, Fred Couples says https://t.co/mfk7k7luW5— Fox News (@FoxNews) April 5, 2022 Eins og vaninn er með Tiger þá kallar hann á gríðarmikla athygli og það voru því mjög margir mættir í gær til að reyna sjá hann spila á æfingahringnum. Blaðamaður ESPN tók sem dæmi að það sýndu mjög fáir Hideki Matsuyama áhuga en hann vann einmitt Mastersmótið í fyrra. Það eru nær allir að pæla í Tiger Woods og hvort hann verði með á Masters-risamótinu sem hann hefur unnið fimm sinnum á ferlinum. Who else besides Tiger Woods would have a crowd like this during a Monday practice round at #TheMasters? pic.twitter.com/WtWDymL5LZ— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022 Tiger hefur ekki spilað á PGA-móti í meira en sautján mánuði en hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í febrúar 2021. Hann talaði um það að í desember að læknarnir voru nálægt því að þurfa taka af honum hægri fótinn. Woods spilaði æfingahringinn með þeim Justin Thomas og Fred Couples. Þeir spiluðu fyrstu níu holurnar á tveimur og hálfum tíma. „Hann er harður af sér. Hann mun aldrei láta þig vita þótt að hann finni eitthvað til,“ sagði Fred Couples við ESPN. Couples er 62 ára og vann Mastersmótið sjálfur árið 1992. Tiger Woods... leaving the practice area and heading to the 1st tee with Justin Thomas and Freddie Couples... Couples' caddie...looked at me and said with a smile... "You think Tiger's here?" pic.twitter.com/DVCZXXVCGy— Zach Klein (@ZachKleinWSB) April 4, 2022 „Hann leit vel út þegar hann gekk. Maður getur samt alltaf verið að glíma við sársauka en ef hann getur hitt kúluna svona þá snýst þetta bara um alla gönguna. Ef hann getur gengið allar þessar 72 holur þá mun hann keppa. Hann er of góður til að gera eitthvað annað,“ sagði Couples. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn og hefst bein útsending á Stöð 2 Golf klukkan 19.00. Tiger Woods commands attention every time he plays in the Masters. And while it's still TBD whether he's in the field this year, all of the other subplots are just that secondary to Tiger. By @dougferguson405 #TheMasters https://t.co/4pRxLwL6GN— AP Sports (@AP_Sports) April 4, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Samkvæmt Fred Couples, sem spilaði hringinn með Tiger, þá gekk þessi æfingahringur vel hjá Tiger og því eru góðar líkur að hann verði með þegar keppni hefst í Mastersmótinu á fimmtudaginn. Tiger Woods looked 'phenomenal' in practice round at Augusta, Fred Couples says https://t.co/mfk7k7luW5— Fox News (@FoxNews) April 5, 2022 Eins og vaninn er með Tiger þá kallar hann á gríðarmikla athygli og það voru því mjög margir mættir í gær til að reyna sjá hann spila á æfingahringnum. Blaðamaður ESPN tók sem dæmi að það sýndu mjög fáir Hideki Matsuyama áhuga en hann vann einmitt Mastersmótið í fyrra. Það eru nær allir að pæla í Tiger Woods og hvort hann verði með á Masters-risamótinu sem hann hefur unnið fimm sinnum á ferlinum. Who else besides Tiger Woods would have a crowd like this during a Monday practice round at #TheMasters? pic.twitter.com/WtWDymL5LZ— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022 Tiger hefur ekki spilað á PGA-móti í meira en sautján mánuði en hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í febrúar 2021. Hann talaði um það að í desember að læknarnir voru nálægt því að þurfa taka af honum hægri fótinn. Woods spilaði æfingahringinn með þeim Justin Thomas og Fred Couples. Þeir spiluðu fyrstu níu holurnar á tveimur og hálfum tíma. „Hann er harður af sér. Hann mun aldrei láta þig vita þótt að hann finni eitthvað til,“ sagði Fred Couples við ESPN. Couples er 62 ára og vann Mastersmótið sjálfur árið 1992. Tiger Woods... leaving the practice area and heading to the 1st tee with Justin Thomas and Freddie Couples... Couples' caddie...looked at me and said with a smile... "You think Tiger's here?" pic.twitter.com/DVCZXXVCGy— Zach Klein (@ZachKleinWSB) April 4, 2022 „Hann leit vel út þegar hann gekk. Maður getur samt alltaf verið að glíma við sársauka en ef hann getur hitt kúluna svona þá snýst þetta bara um alla gönguna. Ef hann getur gengið allar þessar 72 holur þá mun hann keppa. Hann er of góður til að gera eitthvað annað,“ sagði Couples. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn og hefst bein útsending á Stöð 2 Golf klukkan 19.00. Tiger Woods commands attention every time he plays in the Masters. And while it's still TBD whether he's in the field this year, all of the other subplots are just that secondary to Tiger. By @dougferguson405 #TheMasters https://t.co/4pRxLwL6GN— AP Sports (@AP_Sports) April 4, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira