Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 20:42 Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir inn til Reykjavíkur í morgun. Vilhelm Gunnarsson Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02
270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51