Fær bætur eftir að hafa runnið til í bleytu með grautarpott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 17:22 Sjóvá er gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í bætur. Vísir/Hanna Tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu þrjár milljónir króna í bætur eftir að hún slasaðist á vinnustað sínum árið 2016. Konan hafði verið að reiða fram pott af hafragraut þegar hún rann til á eldhúsgólfi vinnustaðarins með þeim afleiðingum að hún olnbogabrotnaði. Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Konan var á þessum tíma að vinna í eldhúsi og var umræddan dag að bera fram morgunverð. Slysið var tilkynnt til vinnnueftirlitsins með þeirri lýstingu að þjónn hafi runnið til í bleytu á gólfi og fallið en slysið var ekki rannsakað af hálfu eftirlitsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 31. mars síðastliðinn, að daginn eftir slysið hafi faðir konunnar tilkynnt það til lögreglu. Slysið var síðan tilkynnt til Slysatrygginga Íslands 4. október sama ár. Konan sendi svo Sjóvá bréf árið 2019 þar sem hún óskaði eftir afstöðu Sjóvár til skaðabótaskyldu þar sem vinnuveitandi hennar bæri, að hennar mati, skaðabótaábyrgð á slysi hennar. Að hennar mati hafi vinnustaðurinn ekki hlutast til um að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna bleytu og fitu á gólfi eldhússins. Hún greindi þar frá því að bæði hún sjálf og samstarfsfólk hennar hafi margoft gert athugasemdir við hve hált gólfið væri sökum fitu og bleytu og að ekki væru fyrir hendi fituleysandi efni eða reynt að draga úr hálku með öðru móti. Konan vísaði þá til þess að Vinnueftirlitið hefði ekki sinnt skyldu sinni og orsakir slyssins ekki verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti. Yfirmaður vissi af hættulega hálu gólfinu Sjóvá hafnaði bótaskyldu með bréfi sem er dagsett 28. ágúst 2019. Sjóvá taldi að slysið mætti rekja til sakar starfsmanna vinnustaðarins eða vanbúnaðar sem vinnustaðurinn bæri ábyrgð á. Þá gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á því að Vinnueftirlit og lögregla heðfu ekki rannsakað aðstæður á slysstaðnum með fullnægjandi hætti. Í kjölfarið leitaði konan til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að konan ætti óskertan rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu vinnustaðarins hjá Sjóvá. Sjóvá tilkynnti í kjölfarið að það myndi ekki fara eftir úrskurðinum og sagðist ekki teja að sýnt hafi verið fram á að gólfið hafi verið hált. Sömuleiðis gæti vinnustaðurinn ekki borið ábyrgð á sinnuleysi Vinnueftirlits ríkisins til að rannsaka aðstæður á slysstað. Vísað er til þess í niðurstöðukafla dómsins að yfirmaður á vinnustaðnum hafi sama dag og slysið átti sér stað sett tölvupóst á starfsmennina þar sem hann skrifaði að gólfið í eldhúsinu væri svakalega hált og væri bleyta eða fita á gólfinu þyrftu menn að fara mjög varlega. „Ég þarf án efa að grípa til einhverra aðgerða til að gera vinnuaðstöðuna betri. Eruð þið með einhverjar lausnir í handraðanum? Ég er að velta fyrir mér einhverjum gúmmímottum... en fella menn sig ekki bara á þeim?“ skrifaði yfirmaðurinn í póstinum. Af þessu, segir í niðurstöðu dómsins, mátti leggja til grundvallar að full vitneskja hafi verið hjá vinnustaðnum að eldhúsgólfið væri óvenju hált, sérstaklega þegar fita eða bleyta væri á því. Þá hefði átt að kalla til Vinnueftirlitið til að taka út aðstöðuna eftir slysið og Sjóvár að bera sönnunarbyrðina um þau atriði sem greint væri um. Vinnustaðurinn hafi sömuleiðis ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slys.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira