Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 15:47 President Joe Biden arrives at Fort Lesley J. McNair, Monday, April 4, 2022, as he returns to Washington and the White House after spending the weekend in Wilmington, Del. (AP Photo/Andrew Harnik) AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59