Neymar kom Praísarliðinu yfir strax á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Kilyan Mbappé, en sá síðarnefndi var svo sjálfur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystu PSG eftir tæplega hálftíma leik.
Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Terem Moffi minnkaði muninn fyrir gestina með marki á 56. mínútu.
Kilyan Mbappé bætti svo öðru marki sínu við á 67. mínútu og kom heimamönnum aftur í tveggja marka forystu. Hann lagði svo upp fjórða og fimmta mark liðsins, það fjórða skoraði Lionel Messi á 73. mínútu og það fimmta gerði Neymar á lokamínútu leiksins.
PSG er því enn með 12 stiga forskt á toppi deildarinnar, en liðið er með 68 stig eftir 30 leiki. Lorient situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 28 stig.