Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. apríl 2022 14:30 Kosningaplaköt í París. CHESNOT/GETTY IMAGES Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira