Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 2. apríl 2022 07:38 Rússneskir hermenn skildu eftir sig gríðarlegan fjölda jarðsprengja þegar þeir hörfuðu frá svæðum í kringum Kænugarð. Þessi mynd var tekin í bænum Bucha í dag. AP Photo/Rodrigo Abd Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira