Rússar á undanhaldi frá Kænugarði en herða tökin á Mariupol Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2022 20:00 Úkraínskir hermenn skoða leyfarnar af brynvörðu rússnesku ökutæki skammt utan við borgina Kharkiv. AP/Andrew Marienko Margt bendir til að Rússneskar hersveitir hafi beðið afhroð í nágrenni Kænugarðs og séu á hröðu undanhaldi þaðan. Ekki hefur gengið að fá Rússa til að standa við loforð um frelsun íbúa í Mariupol. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir þá hafa gert neyðarvistir til borgarinnar upptækar. Vísbendingar eru um að straumhvörf séu að verða í stríðinu í Úkraínu. Úkraínuher hafi tekist að hrekja rússneskar hersveitir frá nálægjum bæjum og borgum norður af höfuðborginni Kænugarði. Zelenskyy Úkraínuforseti hefur greint frá því undanfarna daga að tekist hafi að eyða fjölda skriðdreka Rússa og önnur hernaðartól þeirra. Úkraínskir hermenn hafa verið iðnir við að birta myndbönd á Twitter þar sem þeir sjást sitja fyrir rússneskum hersveitum sem virðast vera á undanhaldi. Milljónir Úkraínumanna hafa neyðst til að kveðja ástvini á flótta undanfarinn mánuð. Hér kveður hin 54 ára Mykolaivna Shankarukina son sinn þegar hún flúði með skemmdri rútu Rauða krossins frá borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu.AP/Petros Giannakouris Öðru máli gegnir hins vegar um hafnarborgina Mariupol í suðri þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa. Nú er talið að á bilinu eitt hundrað til 160 þúsund óbreyttir borgarinnar séu í borginni sem Rússar hafa gert látlausar loftárásir á í tæpan mánuð. Fjörutíu og fimm rútur ásamt flutningabílum með mat og lyf voru sendar í átt að borginni í gær eftir að Rússar höfðu lofað Rauða krossinum að íbúum yrði hleypt út en rúturnar voru stoppaðar við varðstöð Rússa. Sviatoslav Yurash 26 ára þingmaður á úkraínska þinginu slóst í för með hermönnum til að leita að eftirlegukindum eftir að rússneskar hersveitir voru hraktar á brott frá bæjum í útjaðri Kænugarðs.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra segir að rúmlega sex hundruð manns hafi tekist að komast frá Mariupol á einkabílum. „En því miður lagði innrásarherinn hald á hjálpargögnin. Það voru 14 tonn af matvælum og lyfjum. Þetta hefst upp úr samningum við Rússa. Þetta er niðurstaða loforða þeirra til aljþoða Rauða krossins um að þeir myndu tryggja öruggar leiðir út úr borginni,“ segir Vereshchuk. Rússneskir slökkviliðsmenn berjast við elda í eldsneytisbirgðarstöð í bænum Belgorodí Rússlandi eftir þyrluárás sem Úkraínumenn hvorki staðfesta né neita að hafa staðið fyrir.AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Rússar segja árásarþyrlur Úkraínumanna hafa sprengt olíubirgðastöð þeirra um 40 kílómetra innan rússnesku landamæranna í morgun sem Úkraínumenn hafa hvorki staðfest né hafnað. Vestrænir hernaðarsérfræðingar segja Putin Rússlandsforseta hafa vanmetið stöðuna. Þannig sagði Tony Radakin aðmíráll og yfirmaður breska hersins í dag að í raun væri Vladimir Putin Rússlandsforseti búinn að tapa stríðinu nú þegar. Sviatoslav Yurash 26 ára þingmaður á úkraínska þinginu slóst í för með hermönnum til að leita að eftirlegukindum eftir að rússneskar hersveitir voru hraktar á brott frá bæjum í útjaðri Kænugarðs.AP/Rodrigo Abd „Hann er langt frá því að vera sá meistari atburðarásarinnar sem hann vill láta okkur halda. Hann hefur skaðað sjálfan sig með alvarlegu vanmati á mörgum sviðum,“ segir Radakin. Til að mynda hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðarvitundin hafi skotið djúpum rótum í Úkraínu. „Eins og allir valdstjórnendur lét hann blekkjast af eigin styrk og mögulegri skilvirkni rússneska hersins. Og að lokum sá hann ekki fyrir samstöðu og samheldni frjálsra ríkja í heiminum,“ segir yfirmaður breska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að straumhvörf séu að verða í stríðinu í Úkraínu. Úkraínuher hafi tekist að hrekja rússneskar hersveitir frá nálægjum bæjum og borgum norður af höfuðborginni Kænugarði. Zelenskyy Úkraínuforseti hefur greint frá því undanfarna daga að tekist hafi að eyða fjölda skriðdreka Rússa og önnur hernaðartól þeirra. Úkraínskir hermenn hafa verið iðnir við að birta myndbönd á Twitter þar sem þeir sjást sitja fyrir rússneskum hersveitum sem virðast vera á undanhaldi. Milljónir Úkraínumanna hafa neyðst til að kveðja ástvini á flótta undanfarinn mánuð. Hér kveður hin 54 ára Mykolaivna Shankarukina son sinn þegar hún flúði með skemmdri rútu Rauða krossins frá borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu.AP/Petros Giannakouris Öðru máli gegnir hins vegar um hafnarborgina Mariupol í suðri þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa. Nú er talið að á bilinu eitt hundrað til 160 þúsund óbreyttir borgarinnar séu í borginni sem Rússar hafa gert látlausar loftárásir á í tæpan mánuð. Fjörutíu og fimm rútur ásamt flutningabílum með mat og lyf voru sendar í átt að borginni í gær eftir að Rússar höfðu lofað Rauða krossinum að íbúum yrði hleypt út en rúturnar voru stoppaðar við varðstöð Rússa. Sviatoslav Yurash 26 ára þingmaður á úkraínska þinginu slóst í för með hermönnum til að leita að eftirlegukindum eftir að rússneskar hersveitir voru hraktar á brott frá bæjum í útjaðri Kænugarðs.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra segir að rúmlega sex hundruð manns hafi tekist að komast frá Mariupol á einkabílum. „En því miður lagði innrásarherinn hald á hjálpargögnin. Það voru 14 tonn af matvælum og lyfjum. Þetta hefst upp úr samningum við Rússa. Þetta er niðurstaða loforða þeirra til aljþoða Rauða krossins um að þeir myndu tryggja öruggar leiðir út úr borginni,“ segir Vereshchuk. Rússneskir slökkviliðsmenn berjast við elda í eldsneytisbirgðarstöð í bænum Belgorodí Rússlandi eftir þyrluárás sem Úkraínumenn hvorki staðfesta né neita að hafa staðið fyrir.AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Rússar segja árásarþyrlur Úkraínumanna hafa sprengt olíubirgðastöð þeirra um 40 kílómetra innan rússnesku landamæranna í morgun sem Úkraínumenn hafa hvorki staðfest né hafnað. Vestrænir hernaðarsérfræðingar segja Putin Rússlandsforseta hafa vanmetið stöðuna. Þannig sagði Tony Radakin aðmíráll og yfirmaður breska hersins í dag að í raun væri Vladimir Putin Rússlandsforseti búinn að tapa stríðinu nú þegar. Sviatoslav Yurash 26 ára þingmaður á úkraínska þinginu slóst í för með hermönnum til að leita að eftirlegukindum eftir að rússneskar hersveitir voru hraktar á brott frá bæjum í útjaðri Kænugarðs.AP/Rodrigo Abd „Hann er langt frá því að vera sá meistari atburðarásarinnar sem hann vill láta okkur halda. Hann hefur skaðað sjálfan sig með alvarlegu vanmati á mörgum sviðum,“ segir Radakin. Til að mynda hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðarvitundin hafi skotið djúpum rótum í Úkraínu. „Eins og allir valdstjórnendur lét hann blekkjast af eigin styrk og mögulegri skilvirkni rússneska hersins. Og að lokum sá hann ekki fyrir samstöðu og samheldni frjálsra ríkja í heiminum,“ segir yfirmaður breska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39
Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12