Í tilkynningu segir að framkvæmdastjóri Orkuklasans leiði samstarfsvettanginn og þau verkefni sem hann vinni að með það að markmiði að efla og leiða aðildarfélaga vettvangsins að aukinni samkeppnishæfni og stuðla að aukinni nýsköpun á sviðinu.
„Rósbjörg er viðskiptafræðingur að mennt, með sérhæfingu á sviði samkeppnishæfni greininga, klasastjórnunar og samfélagslegrar ábyrgðar. Rósbjörg hefur víðtæka reynslu á sviði klasastjórnunar og kortlagningar klasa. Rósbjörg er jafnframt fulltrúi SPI á Íslandi og mun vera það áfram. Rósbjörg hefur góða og árangursríka reynslu úr íslensku atvinnulífi og á undanförnum árum hefur Rósbjörg starfað sem sjálfstæður ráðgjafi.
Orkuklasinn er samstarfsvettvangur á fjölda aðila sem starfa á sviði orkuiðnaðar og tengdraatvinnugreina og hefur verið starfandi um árabil. Starfsemi íslenska Orkuklasans hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvæg enda klasasamstarf birtingarmynd nýsköpunar og þróunar þar sem heildarhagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Klasasamstarf er talið ein áhrifaríkasta leiðin til að knýja áfram framþróun og aukna verðmætasköpun samfélaga og því viljum við sem að þessum vettvangi stöndum leggja okkar af mörkum þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni.