Skilur ekki af hverju hún var ekki send í keisaraskurð Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2022 18:50 Eydís Eyjólfsdóttir furðar sig á því að hún hafi ekki verið send í keisaraskurð við fæðingu sonar síns árið 2001. Skjáskot/Stöð 2 Kona sem varð 75 prósent öryrki eftir fæðingu sonar síns um aldamótin segir að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni og syninum, sem var hætt kominn í fæðingunni. Doktor í félagsfræði segir ofuráherslu á náttúrulegar fæðingar á Íslandi skaðlega mæðrum. Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Í febrúar 2001 eignast Eydís annað barn. Eydís gekk sextán daga fram yfir settan dag og furðar sig á því að hún hafi verið gangsett svo seint í ljósi þess hversu erfiða fæðingu hún átti að baki, auk þess sem drengurinn var mjög stór, tæp fimm kíló og 56 sentímetrar, og hún sjálf smágerð. Starfsfólk fæðingardeildar Landspítala hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar og læknis hennar þess efnis. Eðlilegast hefði verið að senda hana í keisaraskurð. „Og ég fæði hann þessum sextán dögum síðar, ódeyfð [í mænu]. Ég fékk spangardeyfingu sem er vanalega ekki notuð. Hálftíma fyrir fæðinguna er ég með verk frá herðablaði og alveg niður að hné,“ segir Eydís. Alveg blár við fæðingu Hún kveðst hafa hlotið alvarleg meiðsl á mjaðmagrind, spjaldlið, mjóbaki og mjöðm í fæðingunni. „Ég fékk 75 prósent örorku. Ég gat ekkert setið fyrstu tvö, þrjú árin.“ Þá segir Eydís mikla mildi að sonur hennar hafi lifað fæðinguna af. „Þegar hann fæðist þá er hann bara með fimm í lífsmörk, var alveg blár og það fyrsta sem ég segi þegar þau réttu mér hann var: Takið þið barnið vegna þess að hann er dáinn. Það var bara það eina sem ég sá. Hann var alveg svartur. Blásvartur.“ Þessi mynd er tekin um hálftíma eftir að sonur Eydísar kom í heiminn. Litarhaftið hafði þá stórbatnað en Eydís lýsir því að hann hafi verið helblár þegar hann fæddist. Eydísi, sem greindist með taugasjúkdóm fyrir fæðingu barna sinna en var orðin hress af honum þegar hún fæddi að eigin sögn, var synjað um bætur frá Sjúkratryggingum á sínum tíma. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar Tryggingarstofnunar frá 2003 segir meðal annars að ekki verði annað séð en að meðgöngueftirlit hafi verið með eðlilegum hætti. Pressa á náttúrulegar fæðingar Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. „Ég held að hún þjóni ekki hagsmunum kvenna. Og það er það sem mínar rannsóknir hafa sýnt fram á, að konur upplifi þetta sem pressu. Að konur upplifi að þær hafi brugðist ef þær ná ekki að fæða náttúrulega,“ segir Sunna. „Það er mín von að það verði núna hlustað á konur og að við förum að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Í febrúar 2001 eignast Eydís annað barn. Eydís gekk sextán daga fram yfir settan dag og furðar sig á því að hún hafi verið gangsett svo seint í ljósi þess hversu erfiða fæðingu hún átti að baki, auk þess sem drengurinn var mjög stór, tæp fimm kíló og 56 sentímetrar, og hún sjálf smágerð. Starfsfólk fæðingardeildar Landspítala hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar og læknis hennar þess efnis. Eðlilegast hefði verið að senda hana í keisaraskurð. „Og ég fæði hann þessum sextán dögum síðar, ódeyfð [í mænu]. Ég fékk spangardeyfingu sem er vanalega ekki notuð. Hálftíma fyrir fæðinguna er ég með verk frá herðablaði og alveg niður að hné,“ segir Eydís. Alveg blár við fæðingu Hún kveðst hafa hlotið alvarleg meiðsl á mjaðmagrind, spjaldlið, mjóbaki og mjöðm í fæðingunni. „Ég fékk 75 prósent örorku. Ég gat ekkert setið fyrstu tvö, þrjú árin.“ Þá segir Eydís mikla mildi að sonur hennar hafi lifað fæðinguna af. „Þegar hann fæðist þá er hann bara með fimm í lífsmörk, var alveg blár og það fyrsta sem ég segi þegar þau réttu mér hann var: Takið þið barnið vegna þess að hann er dáinn. Það var bara það eina sem ég sá. Hann var alveg svartur. Blásvartur.“ Þessi mynd er tekin um hálftíma eftir að sonur Eydísar kom í heiminn. Litarhaftið hafði þá stórbatnað en Eydís lýsir því að hann hafi verið helblár þegar hann fæddist. Eydísi, sem greindist með taugasjúkdóm fyrir fæðingu barna sinna en var orðin hress af honum þegar hún fæddi að eigin sögn, var synjað um bætur frá Sjúkratryggingum á sínum tíma. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar Tryggingarstofnunar frá 2003 segir meðal annars að ekki verði annað séð en að meðgöngueftirlit hafi verið með eðlilegum hætti. Pressa á náttúrulegar fæðingar Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. „Ég held að hún þjóni ekki hagsmunum kvenna. Og það er það sem mínar rannsóknir hafa sýnt fram á, að konur upplifi þetta sem pressu. Að konur upplifi að þær hafi brugðist ef þær ná ekki að fæða náttúrulega,“ segir Sunna. „Það er mín von að það verði núna hlustað á konur og að við förum að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54
Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10