Elísabet hætti að stela bílum og gerðist þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 12:32 Elísabet Gunnarsdóttir var í ítarlegu viðtali. Twitter@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, er í ítarlegu viðtali hjá sænska miðlinum Expressen. Þar ræðir hún meðal annars hvað gerði það að verkum að hún fór að þjálfa fótbolta og að hún hafi stolið bíl á sínum yngri árum. Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Elísabet, eða Beta eins og hún er nær alltaf kölluð, hefur þjálfað Kristianstad frá árinu 2009. Hún gerði Val að Íslandsmeisturum áður en hún hélt á vit ævintýranna. Eftir að hafa endað í 3. sæti undanfarin tvö tímabil er stefnan sett á að berjast um titilinn í Svíþjóð. „Við viljum berjast á toppi deildarinnar. Við höfum ekki enn bragðað á gulli eða silfri. Við erum með góðan og breiðan hóp sem er mjög metnaðarfullur.“ Svo hefst viðtal Betu á Expressen. Elisabet Gunnarsdottir avslöjar sitt förflutna var biltjuv på Island: Jag var förvirrad https://t.co/gwd05BZifr— SportExpressen (@SportExpressen) March 31, 2022 Veit ekki hvað hún gerir ef landsliðið býðst aftur Þegar staða þjálfara A-landsliðs kvenna losnaði á síðasta ári hafði Elísabet þegar samið við Kristianstad og gat hún því ekki tekið við því sem hún lýsir sem draumastarfi sínu. Á endanum tók Þorsteinn Halldórsson við starfinu og Beta var áfram í Svíþjóð. Aðspurð hvað hún geri ef henni býðst það í framtíðinni þá segist Elísabet ekki viss. „Ég veit það einfaldlega ekki. Að þjálfa kvennalandslið Íslands hefur lengi verið draumur hjá mér, en draumar breytast svo ég er ekki viss hvort ég myndi taka því.“ „Kvennaknattspyrnan fer ört stækkandi um heim allan, það eru bæði landslið og félög sem eru áhugasöm. Það er mikil eftirspurn eftir færum kvenþjálfurum,“ segir Elísabet einnig en hún var í viðræðum við bandarískt félagslið á síðasta ári. Elísabet í leik hjá Kristianstad. Á bakvið hana er Björn Sigurbjörnsson en hann þjálfar Selfoss í dag.Twitter@@_OBOSDamallsv Stal bíl sem táningur Hin 46 ára gamla Elísabet viðurkennir að hún hafi ekki verið hinn fullkomni unglingur. Eftir að hafa hnuplað smáhlutum á borð við mat og dagblöðum ákváðu hún og vinir hennar að stela bíl. Beta mælir engan veginn með því að feta sama veg og hún. Þegar hún var 16 ára gömul fótbrotnaði hún og lá heima í tvær vikur með fótinn í gipsi. Þá loksins fann Beta út hvað hún vildi helst gera í lífinu, „Pabbi gaf mér myndbandsspólu með fótboltaæfingum. Ég vildi læra allt sem ég sá og varð bitur yfir því að enginn hefði kennt mér allar þær æfingar sem voru á spólunni. Ég hugsaði með mér að ég gæti orðið þjálfari og mögulega kennt öðrum það sem ég sá.“ Eftir að Beta gat farið að ganga á ný fór hún upp á Hlíðarenda og bað um að fá að þjálfa. Hún var ráðin sem þjálfari stelpna 12 ára og yngri. „Ég hætti öllum vitleysisgang þá og ég hef verið að þjálfa síðan.“ Kristianstad vann Kalmar 4-0 í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og er til alls líklegt í ár.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira