„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:54 Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi árið 2013 og sagði sögu sína og dóttur sinnar. Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. Hlédís Sveinsdóttir átti dóttur sína á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í janúar 2011. Saga Hlédísar vakti mikla athygli þegar hún steig fram í Kastljósi árið 2013 en dóttir hennar varð fyrir heilaskaða í fæðingu, sem Hlédís rekur til alvarlegra mistaka heilbrigðisstarfsfólks sem tók á móti barninu. Hlédís segir það hafa tekið á að heyra frásögn Bergþóru Birnudóttur, sem sagði frá því í Kveik á RÚV á þriðjudag að hún hefði örkumlast við barnsburð og hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Eiginlega orðlaus Fjölmargar konur, meðal annars Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hafa í kjölfarið komið fram með reynslusögur úr heilbrigðiskerfinu og segja margar að þar hafi ekki verið hlustað á réttmætar áhyggjur þeirra. „Maður er eiginlega orðlaus. Það er bara óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu. Ég opinberað imitt mál til að það væri hægt að draga lærdóm af því þannig að ég held að þetta taki á alla sem hafa lent í einhverju hnjaski,“ segir Hlédís. „En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn núna. Þessi umræða, ef við höldum henni vakandi, ef fólk áttar sig á því hversu mikið er undir í framtíðinni og að við séum kerfið og við getum breytt því, þá gerist eitthvað.“ Þá vísar hún til orða Ölmu Möller landlæknis í Kveik, sem sagði að virkja ætti frekar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. „En mér finnst þó allavega að það ætti að byrja á að hlusta á þessa sjúklinga sem lenda í skakkaföllum. Þau eru að reyna að bæta kerfið, ef við bara byrjum þar. Byrjum á þeim enda. Það er alltaf sama uppskriftin. Það er ekki rödd þjónustuþega, það er að segja sjúklinga, þau hafa enga rödd inn í þessar nefndir,“ segir Hlédís. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00 Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00 Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hlédís Sveinsdóttir átti dóttur sína á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í janúar 2011. Saga Hlédísar vakti mikla athygli þegar hún steig fram í Kastljósi árið 2013 en dóttir hennar varð fyrir heilaskaða í fæðingu, sem Hlédís rekur til alvarlegra mistaka heilbrigðisstarfsfólks sem tók á móti barninu. Hlédís segir það hafa tekið á að heyra frásögn Bergþóru Birnudóttur, sem sagði frá því í Kveik á RÚV á þriðjudag að hún hefði örkumlast við barnsburð og hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Eiginlega orðlaus Fjölmargar konur, meðal annars Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hafa í kjölfarið komið fram með reynslusögur úr heilbrigðiskerfinu og segja margar að þar hafi ekki verið hlustað á réttmætar áhyggjur þeirra. „Maður er eiginlega orðlaus. Það er bara óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu. Ég opinberað imitt mál til að það væri hægt að draga lærdóm af því þannig að ég held að þetta taki á alla sem hafa lent í einhverju hnjaski,“ segir Hlédís. „En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn núna. Þessi umræða, ef við höldum henni vakandi, ef fólk áttar sig á því hversu mikið er undir í framtíðinni og að við séum kerfið og við getum breytt því, þá gerist eitthvað.“ Þá vísar hún til orða Ölmu Möller landlæknis í Kveik, sem sagði að virkja ætti frekar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. „En mér finnst þó allavega að það ætti að byrja á að hlusta á þessa sjúklinga sem lenda í skakkaföllum. Þau eru að reyna að bæta kerfið, ef við bara byrjum þar. Byrjum á þeim enda. Það er alltaf sama uppskriftin. Það er ekki rödd þjónustuþega, það er að segja sjúklinga, þau hafa enga rödd inn í þessar nefndir,“ segir Hlédís.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00 Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00 Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00
Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00
Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32