Snorri Barón hjálpar „svörtum sauði“ CrossFit íþróttarinnar að snúa aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 09:00 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur sem hefur verið skjólstæðingur hans lengi. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður fjölda heimsklassa CrossFit íþróttamanna og kvenna en hann er líka tilbúinn að gefa mönnum annað tækifæri. CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri. CrossFit Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira
CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri.
CrossFit Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira