Snemmtækur stuðningur í þágu velferðar barna og samfélagslegrar hagsældar Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 31. mars 2022 07:31 Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar