Ljósleiðaradeildin: Kristján og Tómas myndu eyða sumarfríinu í Inferno Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2022 22:30 Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson veltu fyrir sér hvaða kort yrði fyrir valinu sem áfangastaður í næsta sumarfríi. Stöð 2 eSport Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson, lýsendur Ljósleiðaradeildarinnar, leiddust út í áhugaverða umræðu fyrir viðureign Þórs og Kórdrenga í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Þeir veltu því þá fyrir sér hvaða kort í CS:GO yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að velja eitt þeirra til að eyða sumarfríinu sínu í. „Inferno-mappið. Kjúklingar, ítölsk tónlist og allt bara yndislegt,“ sagði Kristján í upphafi innslagsins þegar ljóst var að viðureign Þórs og Kórdrengja myndi fara þar fram. „Bara allt upp á 10,5. Alveg 100 prósent,“ svaraði Tómas. Strákarnir ákváðu síðan að reyna að þylja upp allt sem má finna á kortinu. Vespa, skellinaðra, hjól og líkkistur voru meðal þeirra hluta sem strákarnir mundu eftir. „Inferno hefur bara allt,“ sagði Kristján. „Ef ég væri að kaupa mér sumarfrí í eitthvað map í CS:GO. Það er góður klúbbur í Overpass, en ég hugsa að það yrði Inferno.“ Tómas tók sér aðeins lengri tíma í að velta þessu mjög svo mikilvæga máli fyrir sér, en var svo að lokum sammála kollega sínum. Þessa skemmtilegu umræðu þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Sumarfrí í Inferno Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti
Þeir veltu því þá fyrir sér hvaða kort í CS:GO yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að velja eitt þeirra til að eyða sumarfríinu sínu í. „Inferno-mappið. Kjúklingar, ítölsk tónlist og allt bara yndislegt,“ sagði Kristján í upphafi innslagsins þegar ljóst var að viðureign Þórs og Kórdrengja myndi fara þar fram. „Bara allt upp á 10,5. Alveg 100 prósent,“ svaraði Tómas. Strákarnir ákváðu síðan að reyna að þylja upp allt sem má finna á kortinu. Vespa, skellinaðra, hjól og líkkistur voru meðal þeirra hluta sem strákarnir mundu eftir. „Inferno hefur bara allt,“ sagði Kristján. „Ef ég væri að kaupa mér sumarfrí í eitthvað map í CS:GO. Það er góður klúbbur í Overpass, en ég hugsa að það yrði Inferno.“ Tómas tók sér aðeins lengri tíma í að velta þessu mjög svo mikilvæga máli fyrir sér, en var svo að lokum sammála kollega sínum. Þessa skemmtilegu umræðu þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Sumarfrí í Inferno
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti