„Ekkert af þessum liðum hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hálfreiddist þegar hún baunaði á íslensk félög fyrir metnaðarleysi gagnvart handbolta kvenna. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa litla eða enga trú á því að liðið eða liðin sem komast upp í Olís-deild kvenna í handbolta í vor eigi eitthvað erindi í deildina. Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“ Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Í þættinum var rætt um það hvert skynsamlegt gæti verið fyrir leikmenn að leita sem falla úr Olís-deildinni í vor, og hvort þeir ættu að leita til liðsins eða liðanna sem koma upp úr Grill 66-deildinni. Þar berjast Selfoss, ÍR, FH og Grótta um að komast upp en efsta liðið fer beint upp og hin þrjú fara í umspil með liði úr næstneðsta sæti Olís-deildarinnar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir greip þá boltann á lofti og var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um muninn á deildunum tveimur: „Þarf fleiri stelpur í handbolta“ „Þetta er mjög hvasst hjá mér, en mér finnst bara að það sé allt of mikill munur á þessari Grill-deild og efstu deild. Eins eðlilegt og það er þá var ég að spila einhvern Grill-leik um daginn og þetta er bara alls ekki nógu gott. Þetta er vandamál sem ég er nokkuð viss um að HSÍ er meðvitað um. Það þarf fleiri stelpur í handbolta. Þetta byrjar allt á grunninum. Svo þurfa félögin að taka þátt. Þau þurfa að ráða hæfa og góða þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og gera þetta almennilega. Við þurfum að búa til stærri „púlju“,“ sagði Anna Úrsúla sem segir mikið þurfa að breytast hjá liðunum sem séu í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Klippa: Seinni bylgjan - Munurinn á efstu deildum Sölupunkturinn sé ekki að þú verðir áttundi línumaður og fáir tíu þúsund króna inneign í Bónus „Ekkert af þessum liðum, með fullri virðingu fyrir þeim, hefur eitthvað að sækja upp í Olís-deild. Grunnurinn er ekki til staðar, sem þarf að byrja hjá hreyfingunni, félögunum, þjálfurunum og öllum í kring. Þetta getur ekki verið svona: „Hættum bara með liðið hjá ÍR. Já, flott, heyrðu byrjum bara aftur og verum bara efst og á leiðinni upp í Olís.“ Ég skil þetta ekki. Hvar er metnaðurinn í þessu?“ spurði Anna Úrsúla og hún vill að félögin leggi meiri metnað í aðstöðu og umgjörð fyrir leikmenn: „Fyrsti sölupunkturinn á ekki að vera einhver laun, eða að þú fáir tvenn pör af skóm, heldur að þarna séu mjög góðar undirstöður fyrir handboltaiðkun; frábær lyftingasalur, þjálfari sem mætir á þriðjudögum og fimmtudögum og er allan daginn. Þetta eiga að vera sölupunktarnir. Umhverfið. Ekki að þú getir komið og verið áttundi línumaður hjá Fram og fengið 10.000 krónur í inneign hjá Bónus. Aftur á móti er þetta svo auðvitað áhugamannadeild. Það er því ofboðslega erfitt að félögin séu að halda öllu uppi í kringum þetta.“
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira