„Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Christian Eriksen var fyrirliði danska landsliðsins í endurkomu sinni á Parken. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Fyrir 290 dögum fór Christian Eriksen í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fótbolta síðasta sumar. Í gær snéri hann aftur á sama völl með danska landsliðinu þegar hann bar fyrirliðabandið í 3-0 sigri gegn Serbíu. Þrátt fyrir að leikur Danmerkur og Serbíu hafi í raun verið þýðingarlítill vináttulandsleikur var augljós gleði meðal viðstaddra fyrir leik. Christian Eriksen var að snúa aftur á sama völl og hann hné niður á fyrir tæplega tíu mánuðum og ekki minnkaði gleðin þegar leikmaðurinn skoraði þriðja mark danska liðsins á 57. mínútu. Christian Eriksen leads out Denmark as captain on his return to Parken Stadium, the venue where he suffered cardiac arrest at the Euros last year 👏 pic.twitter.com/IXRgKVwmJR— B/R Football (@brfootball) March 29, 2022 Eriksen ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði að það væri einstök tilfinning að leiða liðið út á völlinn í leik sem þessum. „Þetta er ekki lokakaflinn, heldur er þetta bara byrjunin á fótboltaferli sem heldur áfram,“ sagði Eriksen að leikslokum. „Þetta var smá pása í nokkra mánuði, en nú snýst þetta um að koma fótboltanum aftur í gang.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég er fyrirliði og geng út á þennan völl. Ég hef verið fyrirliði áður, en ekki hér. Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt.“ „Það að leiða strákana út var mjög tilfinningaþrungið og eitthvað sem ég get verið stoltur af. Þetta var yndisleg tilfinning,“ sagði Eriksen meyr að lokum. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Þrátt fyrir að leikur Danmerkur og Serbíu hafi í raun verið þýðingarlítill vináttulandsleikur var augljós gleði meðal viðstaddra fyrir leik. Christian Eriksen var að snúa aftur á sama völl og hann hné niður á fyrir tæplega tíu mánuðum og ekki minnkaði gleðin þegar leikmaðurinn skoraði þriðja mark danska liðsins á 57. mínútu. Christian Eriksen leads out Denmark as captain on his return to Parken Stadium, the venue where he suffered cardiac arrest at the Euros last year 👏 pic.twitter.com/IXRgKVwmJR— B/R Football (@brfootball) March 29, 2022 Eriksen ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði að það væri einstök tilfinning að leiða liðið út á völlinn í leik sem þessum. „Þetta er ekki lokakaflinn, heldur er þetta bara byrjunin á fótboltaferli sem heldur áfram,“ sagði Eriksen að leikslokum. „Þetta var smá pása í nokkra mánuði, en nú snýst þetta um að koma fótboltanum aftur í gang.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég er fyrirliði og geng út á þennan völl. Ég hef verið fyrirliði áður, en ekki hér. Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt.“ „Það að leiða strákana út var mjög tilfinningaþrungið og eitthvað sem ég get verið stoltur af. Þetta var yndisleg tilfinning,“ sagði Eriksen meyr að lokum.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00