Thomas Partey kom Ganverjum yfir strax á tíundu mínútu, en William Troost-Ekong jafnaði úr vítaspyrnu tólf mínútum síðar og þar við sat.
Ganverjar eru því á leið á HM á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, en fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli í Gana.
Nígeríumenn verða því ekki með á HM í fyrsta skipti síðan árið 2006 þegar mótið var haldið í Þýskalandi. Ganverjar eru hins vegar á leið á HM í fjórða skipti í sögunni, en þeirra besti árangur var árið 2010 þegar liðið komst í átta liða úrslit.