Leikur liðanna var æsispennandi en á endanum höfðu gestirnir betur, rétt svo. Það verður seint sagt að markvarsla Kolding hafi skapað sigurinn en Ágúst Elí varði fjögur skot í leiknum og Tim Winkler varði eitt.
Það kom þó ekki að sök í kvöld þar sem Chris Jörgensen fór hamförum og skoraði 11 mörk. Kolding getur þakkað Jörgensen fyrir að lyfta sér upp úr fallsæti en liðið er nú í 12. sæti af 14 liðum með 17 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.