Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 08:16 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áætlunina í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. vísir/vilhelm Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira