Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 12:00 Birkir Bjarnason setur nú nýtt landsleikjamet í hverjum leik. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira