Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2022 21:08 Sveinn Karlsson, bifvélavirki á Borðeyri. Einar Árnason Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16
Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07
Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27
Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04