Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 20:31 Frá Norðlingaholti í dag. Vísir/Bjarni Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46