Þórdís Erla bæjarlistarmaður Seltjarnarness Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 09:43 Þórdís Erla Zoëga myndlistarkona og bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022. Kristín Arnþórsdóttir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistarmaður Seltjarnarness árið 2022 við hátíðlega athöfn á bókasafni bæjarins föstudaginn 25. mars síðastliðinn. Þórdís Erla Zoëga er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og diplómu í vefþróun úr Vefskólanum. Þórdís hefur rannsakað myndheim skynjunar og sjónrænnar villu í innsetningum sínum sem oft eru staðsettar milli skúlptúrs og hreyfimyndar, og þá sérstaklega notkun á litbreytifilmu, segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. „Þórdís Erla var tilnefnd til Grímunnar árið 2016 fyrir Búninga ársins í verkinu Dada Dans sem var unnið í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn. Hún stofnaði nýverið hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur ásamt manni sínum og grafíska hönnuðinum Kristjáni Jóni Pálssyni. Stúdíó Flötur sérhannar vínylmottur í takmörkuðu upplagi og hugsa rými heimilisins fyrir listaverk á nýjan hátt,“ segir enn fremur. Þórdís Erla hefur víða haldið myndlistarsýningar, til að mynda í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín og í Tékklandi. Hér á Íslandi hefur hún einnig komið víða við en hún hefur meðal annars gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Þetta er í tuttugasta og sjötta sinn sem Seltjarnarnesbær veitir viðurkenninguna. Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar bæjarins veitti Þórdísi Erlu viðurkenningarskjal ásamt einnar milljónar krónu starfsstyrk. Í tilefni af útnefningu bæjarlistarmannsins hefur verið sett upp sýning á Bókasafni Seltjarnarness og fólk er hvatt til að kynna sér sýninguna. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Þórdís Erla Zoëga bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness.Kristín Arnþórsdóttir Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Þórdís Erla Zoëga er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og diplómu í vefþróun úr Vefskólanum. Þórdís hefur rannsakað myndheim skynjunar og sjónrænnar villu í innsetningum sínum sem oft eru staðsettar milli skúlptúrs og hreyfimyndar, og þá sérstaklega notkun á litbreytifilmu, segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. „Þórdís Erla var tilnefnd til Grímunnar árið 2016 fyrir Búninga ársins í verkinu Dada Dans sem var unnið í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn. Hún stofnaði nýverið hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur ásamt manni sínum og grafíska hönnuðinum Kristjáni Jóni Pálssyni. Stúdíó Flötur sérhannar vínylmottur í takmörkuðu upplagi og hugsa rými heimilisins fyrir listaverk á nýjan hátt,“ segir enn fremur. Þórdís Erla hefur víða haldið myndlistarsýningar, til að mynda í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín og í Tékklandi. Hér á Íslandi hefur hún einnig komið víða við en hún hefur meðal annars gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Þetta er í tuttugasta og sjötta sinn sem Seltjarnarnesbær veitir viðurkenninguna. Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar bæjarins veitti Þórdísi Erlu viðurkenningarskjal ásamt einnar milljónar krónu starfsstyrk. Í tilefni af útnefningu bæjarlistarmannsins hefur verið sett upp sýning á Bókasafni Seltjarnarness og fólk er hvatt til að kynna sér sýninguna. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Þórdís Erla Zoëga bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness.Kristín Arnþórsdóttir
Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira