Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. mars 2022 09:23 Scholz segir að hafa verði í huga að Rússar séu reiðubúnir að beita ofbeldi í þágu hagsmuna sinna. Michele Tantussi - Pool / Getty Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. „Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
„Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira