Tryggvi lék aðeins tólf mínútur þegar liðið beið lægri hlut fyrir Hereda San Pablo Burgos, 78-56, en Burgos liðið var í næstneðsta sæti deildarinnar þegar kom að leik dagsins, tveimur stigum á eftir Zaragoza.
Tryggvi skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst á þeim stutta tíma sem hann spilaði í leiknum.
Hefur Zaragoza liðið aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og ljóst að liðsmenn þess þurfa að bíta í skjaldarrendur fyrir lokakaflann en átta umferðir eru eftir af mótinu.