Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:11 Solveig Lára hyggst láta af störfum sem vígslubiskup á Hólum 1. september næstkomandi. Þjóðkirkjan Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi. Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira