„Heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:01 Rúnar Sigtryggsson og Bjarni Fritzson voru léttir í bragði í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Stöð 2 Sport Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira