Hagvaxtarauki og húsnæðisstuðningur Drífa Snædal skrifar 25. mars 2022 11:30 Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári. Það er mikilvægt að þessar hækkanir komi núna ekki síst vegna hækkandi verðlags og dýrtíðar í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Atvinnurekendur fóru fram á að þetta ákvæði myndi ekki virkjast en samninganefnd ASÍ tók þá ákvörðun sem fyrr að verja samningana alla leið. Það hefur reynst farsælt. Í vikunni kom út mánaðaryfirlit Alþýðusambandsins þar sem kemur í fyrsta sinn skýrt fram að húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur færst frá því að vera í formi vaxtabóta til fólks úr öllum tekjuhópum yfir í að vera helst stuðningur til þeirra tekjuhæstu í gegnum skattafrádrátt lífeyrissparnaðar. Ójöfnuður getur leynst víða og úrræði sem ætluð eru til að létta fólki lífið geta haft þveröfug áhrif. Í þessu tilviki má gefa sér að þetta úrræði hafi hækkað húsnæðisverð og á sama tíma dregið úr stuðningi við þá sem mest þurfa. Nú er því nánast ógerningur fyrir tekjulágt fólk að komast inn á eignamarkaðinn. Einmitt þess vegna skipta tilfærslukerfin svona miklu máli. Barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, ásamt skattkerfinu eru öflugustu kerfin sem við eigum til að búa til jöfnuð og veita liðsinni þar sem þess er þörf. Þannig skapast jafnvægi. Ég fagna ályktun ASÍ-UNG sem var samþykkt í fyrradag þar sem þess er krafist að húsnæðisstuðningur stjórnvalda beinist að ungu og tekjulágu fólki og ég tek undir þessa kröfu. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru farsælustu samfélögin, fyrir einstaklinga og fyrir heildina. Framleiðnin er meiri, nýsköpun, listir blómstra og velmegun er almennt meiri. Forsenda jöfnuðar er sterk verkalýðshreyfing sem vinnur fyrir launafólk og beitir sér fyrir bæði sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu en ekki síður fyrir því að stjórnvöld nýti sín tæki til jöfnuðar og almennrar velmegunar. Það er skýr fylgni á milli sterkra verkalýðshreyfinga á vesturlöndum og jöfnuðar og farsældar. Við skulum aldrei gleyma því. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári. Það er mikilvægt að þessar hækkanir komi núna ekki síst vegna hækkandi verðlags og dýrtíðar í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Atvinnurekendur fóru fram á að þetta ákvæði myndi ekki virkjast en samninganefnd ASÍ tók þá ákvörðun sem fyrr að verja samningana alla leið. Það hefur reynst farsælt. Í vikunni kom út mánaðaryfirlit Alþýðusambandsins þar sem kemur í fyrsta sinn skýrt fram að húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur færst frá því að vera í formi vaxtabóta til fólks úr öllum tekjuhópum yfir í að vera helst stuðningur til þeirra tekjuhæstu í gegnum skattafrádrátt lífeyrissparnaðar. Ójöfnuður getur leynst víða og úrræði sem ætluð eru til að létta fólki lífið geta haft þveröfug áhrif. Í þessu tilviki má gefa sér að þetta úrræði hafi hækkað húsnæðisverð og á sama tíma dregið úr stuðningi við þá sem mest þurfa. Nú er því nánast ógerningur fyrir tekjulágt fólk að komast inn á eignamarkaðinn. Einmitt þess vegna skipta tilfærslukerfin svona miklu máli. Barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, ásamt skattkerfinu eru öflugustu kerfin sem við eigum til að búa til jöfnuð og veita liðsinni þar sem þess er þörf. Þannig skapast jafnvægi. Ég fagna ályktun ASÍ-UNG sem var samþykkt í fyrradag þar sem þess er krafist að húsnæðisstuðningur stjórnvalda beinist að ungu og tekjulágu fólki og ég tek undir þessa kröfu. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru farsælustu samfélögin, fyrir einstaklinga og fyrir heildina. Framleiðnin er meiri, nýsköpun, listir blómstra og velmegun er almennt meiri. Forsenda jöfnuðar er sterk verkalýðshreyfing sem vinnur fyrir launafólk og beitir sér fyrir bæði sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu en ekki síður fyrir því að stjórnvöld nýti sín tæki til jöfnuðar og almennrar velmegunar. Það er skýr fylgni á milli sterkra verkalýðshreyfinga á vesturlöndum og jöfnuðar og farsældar. Við skulum aldrei gleyma því. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun