Ítölsku fjölmiðlarnir: Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 09:32 Ítölsku landsliðsmennirnir svekkja sig eftir að varð ljóst að þeir væru ekki á leiðinni á HM í Katar. AP/Antonio Calanni Ítölsku landsliðsmennirnir fá sannarlega að heyra það í ítölsku fjölmiðlunum í morgun eftir að HM-draumur Ítala endaði með tapi á heimavelli á móti Norður Makedóníu í umspili HM í gærkvöldi. 11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira