Fann fyrir kulnun í handboltanum: „Leið ekki eins og mér átti að líða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Lovísa Thompson átti sannkallaðan stjörnuleik gegn ÍBV um helgina og skoraði fimmtán mörk. vísir/Hulda Margrét Valskonan Lovísa Thompson hefur komið endurnærð til baka eftir að hafa tekið sér frí frá handbolta. Hún hefur sjaldan spilað betur en undanfarnar vikur. Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða