„Ekki fallegar tilfinningar en þær eru mannlegar og við þekkjum þær öll“ Steinar Fjeldsted skrifar 24. mars 2022 15:50 Una Torfadóttir byrjaði að semja lög um ástarsorg löngu áður en hún upplifði hana sjálf. Sem barn skrifaði hún dramatíska texta á ensku og söng af mikilli innlifun en þegar unglingsárin hófust fór Una að skrifa um sínar eigin upplifanir og þá tók móðurmálið við. „Það er eina leiðin fyrir mig til að skrifa frá hjartanu,“ segir Una. Hún hefur unnið að EP-plötunni Flækt og týnd og einmana síðan í september 2020 en hún stefnir á að gefa hana út með vormánuðunum. Hljóðheimur Unu er litríkur og útsetningarnar ríma vel við umfjöllunarefni hvers lags en lögin eru samin yfir nokkurra ára tímabil en hverfast öll um sama þemað. Ólík augnablik verða að samfelldri frásögn sem hlustandinn getur fundið sig í, hvert lag er eins og dagbókarfærsla eða bréf sem geymir allt það sem maður hugsar og vildi geta sagt, viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft svo erfitt að tjá. Una semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist.“ Einvala lið fagmanna og vina Unu kemur að gerð plötunnar. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una sjálf á gítar og píanó. Ferlið var fullt af tilraunum, leik og gleði og útkoman er falleg fimm laga plata sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum. „Þetta er eitt af þessum lögum sem var heillandi að semja, ég fann til og ég leyfði því að heyrast. Það eru sársauki og biturð í textanum sem eru ekki fallegar tilfinningar en þær eru mannlegar og við þekkjum þær öll. Við viljum öll finna ástæður fyrir því þegar hlutirnir ganga ekki eins og við höfðum vonað. Oft kennir maður sjálfum sér um og trúir því ekki þegar manni er sagt að það sé ekkert að,“ útskýrir hún og bætir við að henni finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá henni. „Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið.“ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf
„Það er eina leiðin fyrir mig til að skrifa frá hjartanu,“ segir Una. Hún hefur unnið að EP-plötunni Flækt og týnd og einmana síðan í september 2020 en hún stefnir á að gefa hana út með vormánuðunum. Hljóðheimur Unu er litríkur og útsetningarnar ríma vel við umfjöllunarefni hvers lags en lögin eru samin yfir nokkurra ára tímabil en hverfast öll um sama þemað. Ólík augnablik verða að samfelldri frásögn sem hlustandinn getur fundið sig í, hvert lag er eins og dagbókarfærsla eða bréf sem geymir allt það sem maður hugsar og vildi geta sagt, viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft svo erfitt að tjá. Una semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist.“ Einvala lið fagmanna og vina Unu kemur að gerð plötunnar. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una sjálf á gítar og píanó. Ferlið var fullt af tilraunum, leik og gleði og útkoman er falleg fimm laga plata sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum. „Þetta er eitt af þessum lögum sem var heillandi að semja, ég fann til og ég leyfði því að heyrast. Það eru sársauki og biturð í textanum sem eru ekki fallegar tilfinningar en þær eru mannlegar og við þekkjum þær öll. Við viljum öll finna ástæður fyrir því þegar hlutirnir ganga ekki eins og við höfðum vonað. Oft kennir maður sjálfum sér um og trúir því ekki þegar manni er sagt að það sé ekkert að,“ útskýrir hún og bætir við að henni finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá henni. „Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið.“ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf