Eriksen veit ástæðuna Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:01 Christian Eriksen er byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik eftir langt hlé vegna hjartastoppsins á EM síðasta sumar. Getty/James Williamson Christian Eriksen er mættur aftur í danska landsliðið, níu mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp og hnigið til jarðar í leik með liðinu gegn Finnlandi á EM í fótbolta. Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira