„Ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Eyrún hefur glím við sjúkdóminn frá unglingsaldri. Eyrún Telma Jónsdóttir er nýbúin í aðgerð þar sem legið, eggjaleiðarar og leghálsinn var fjarlægður vegna endómetríósu sem Eyrún hefur glímt við frá því að hún var unglingur. Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér. Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér.
Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira