Handbolti

Sjáðu Ás­björn „klobba“ lands­liðs­mark­vörðinn og verða sá markahæsti í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson og félagar í FH-liðinu fagna sigrinum á Val í gær.
Ásbjörn Friðriksson og félagar í FH-liðinu fagna sigrinum á Val í gær. Vísir/Vilhelm

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er nú orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann bætti metið í stórsigrinum á Val í Olís-deild karla í gær.

FH-ingar sögðu frá því að Ásbjörn hafi nú skorað 1.414 mörk í efstu deild og hafi með því komið sér upp í efsta sætið á markalista sögunnar.

Ásbjörn þurfti þrjú mörk á móti Valsmönnum til að slá metið að sögn FH og kláraði það verkefni strax í fyrri hálfleiknum.

Hér fyrir neðan má sjá þegar Ásbjörn bætir metið með því að klobba landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson. Björgvin var ekki allt of sáttur en Ásbjörn og FH-ingar fögnuðu vel.

Það var ekki leiðinlegt fyrir Ásbjörn að slá metið í stórsigri á nýkrýndum bikarmeisturum Vals sem höfðu farið svo illa með FH-inga í undanúrslitaleik bikarsins á dögunum.

Klippa: Ásbjörn verður sá markahæsti í sögu efstu deildar karla í handbolta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×