Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 07:21 Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en lægsta krafan hljóðar upp á fjórar milljónir og sú hæsta tæpar þrjátíu milljónir. Alls standa sautján manns að stefnunni. Fólkið hefur stefnt eiganda hússins og í stefnunni er vísað í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verjandi eigandans gerir hins vegar miklar athugasemdir við skýrsluna og segir hana byggja á röngum forsendum. Segir í stefnunni að Kristinn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Í stefnunni segir ennfremur að sex einstaklingar búi við varanlega örorku eftir brunann en í honum lét þrennt lífið. Pólskir karlmaður á sjötugsaldri, Marek Moszczynski, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðasta sumar sýknaður af kröfu um refsingu í málinu. Hann var þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum og þannig orðið fólkinu að bana. Var hann metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Uppfært 12:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að bótakrafan hljóði samtals upp á um 324 milljónir króna og var þar vísað í frétt Fréttablaðsins. Lögmaður HG Verks segir í samtali við fréttastofu að það sé ekki rétt, heldur hljóði krafan upp á samtals um 162 milljónir króna. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en lægsta krafan hljóðar upp á fjórar milljónir og sú hæsta tæpar þrjátíu milljónir. Alls standa sautján manns að stefnunni. Fólkið hefur stefnt eiganda hússins og í stefnunni er vísað í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verjandi eigandans gerir hins vegar miklar athugasemdir við skýrsluna og segir hana byggja á röngum forsendum. Segir í stefnunni að Kristinn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Í stefnunni segir ennfremur að sex einstaklingar búi við varanlega örorku eftir brunann en í honum lét þrennt lífið. Pólskir karlmaður á sjötugsaldri, Marek Moszczynski, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðasta sumar sýknaður af kröfu um refsingu í málinu. Hann var þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum og þannig orðið fólkinu að bana. Var hann metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Uppfært 12:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að bótakrafan hljóði samtals upp á um 324 milljónir króna og var þar vísað í frétt Fréttablaðsins. Lögmaður HG Verks segir í samtali við fréttastofu að það sé ekki rétt, heldur hljóði krafan upp á samtals um 162 milljónir króna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04