Kallið barst klukkan 18 en ferðamennirnir höfðu villst af leið í þoku. Þeim tókst að koma hnitum úr farsíma til björgunarsveita, þar sem símasamband var á svæðinu. Björgunaraðilar höfðu upp á fólkinu um hálftíma síðar og fylgdu þeim niður á bílastæði.
Ferðamönnunum varð ekki meint af og allir björgunarsveitarhópar voru „komnir í hús rétt rúmlega sjö,“ eins og segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.