Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn af varamannabekk Wolfsburg er liðið var hársbreidd frá því að leggja Arsenal í Lundúnum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, lokatölur 1-1.
Leikur Arsenal og Wolfsburg var hin besta skemmtun en það var deginum ljósara að það var mikið undir og spennustigið hátt. Gestirnir frá Þýskalandi tóku forystuna á 19. mínútu þegar Tabea Waßmuth stangaði fyrirgjöf Mariu-Joelle Wedemeyer í netið.
Var þetta hennar 9. mark í 7 Meistaradeildarleikjum á tímabilinu.
Who else?
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
TABEA WASSMUTH GIVES @VfL_Frauen THE LEAD
https://t.co/ngIlqDajM8
https://t.co/m66X2bVMV0 pic.twitter.com/nt6XeICZVg
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og gestirnir í fínum málum. Arsenal gerði hvað þær gátu til að jafna metin. Um tíma lifði Arsenal á lyginni einni saman en Wolfsburg skaut tvívegis í stöngina í einni og sömu sókninni. Það átti eftir að reynast dýrkeypt, sérstaklega eftir að þær Tobin Heath, Nikita Parris og Frida Leonhardsen-Maanum voru sendar á vettvang til að breyta gangi mála.
ARSENAL GET THE EQUALISER
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
What a ball from @TobinHeath and @lottewubbenmoy with a superb finish
https://t.co/ngIlqDajM8
https://t.co/m66X2bVMV0 pic.twitter.com/yFpdtswlqm
Á sama tíma kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekk gestanna. Eflaust var uppleggið að nýta hraða hennar í skyndisóknum en þarna var Arsenal farið að sækja í sig veðrið. Var minnst á gríðarlegan hraða Sveindísar Jane og þá staðreynd að hún hafi skorað tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í lýsingu sjónvarpstöðvarinnar DAZN.
Því miður fyrir Wolfsburg fékk Sveindís Jane engin færi til að tryggja sigurinn en segja má að skiptingar Arsenal hafi gengið upp. Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma fengu þær aukaspyrnur frekar langt frá marki.
ARSENAL GET THE EQUALISER
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
What a ball from @TobinHeath and @lottewubbenmoy with a superb finish
https://t.co/ngIlqDajM8
https://t.co/m66X2bVMV0 pic.twitter.com/yFpdtswlqm
Tobin Heath þrumaði í átt að marki en skotið virtist hættu lítið. Það er þangað til varnarmaðurinn Carlotte Wubben-Moy náði frábærri snertingu, tókst að leggja boltann fyrir sig og lúðraði honum svo í markið af öllu afli.
Arsenal's late goal from behind the net
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
https://t.co/ngIlqDajM8
https://t.co/m66X2bVMV0 pic.twitter.com/pqdGrE2PfF
Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur á Emirates-vellinum í Lundúnum. Það er því allt galopið í viðureign liðanna en þau mætast aftur á fimmtudeginum í næstu viku.