Glímt við þunglyndi frá því að Mourinho var stjórinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 14:01 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en finnur sig illa hjá liðinu í dag og er óviss um sitt hlutverk. Getty/Ash Donelon Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur glímt við þunglyndi frá því að hann lék undir stjórn José Mourinho fyrir nokkrum árum og segir sterkefnaða fótboltamenn eiga við erfiðleika að stríða eins og aðrir. Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira