Börsungar unnu þrjá El Clásico á aðeins tíu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 16:01 Börsungar fögnuðu þremur sigrum á erkifjendunum í Real Madrid á rúmri viku. getty/Quality Sport Images/MANU REINO/Anadolu Agency Síðustu dagar hafa verið góðir hjá Barcelona, bæði karla- og kvennaliðum félagsins í fótbolta. Þau unnu meðal annars þrjá sigra á erkifjendunum í Real Madrid. Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira