Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2022 12:53 Katrín Jakobsdóttir segir að alltaf hafi ríkt skilningur á því meðal bandalagsþjóða NATO að ekki væru gerðar sömu kröfur til Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar innan bandalagsins um framlög og til hinna ríkjanna. Hér er forsætisráðherra á fundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í Brussel 2018. Getty Images/Dursun Aydemir Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira