Theodóra leiðir lista Viðreisnar í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 09:48 Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Aðsend Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mun leiða lista Viðreisnar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Í tilkynningu segir að Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi skipi annað sæti listans og Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari það þriðja. „Viðreisn hefur skýra framtíðarsýn um uppbyggingu skilvirkrar og stafrænnar þjónustu fyrir íbúa Kópavogsbæjar, sér fjölmörg tækifæri til að treysta fjárhag bæjarins, efla enn frekar skólaþróun og lýðheilsu og vill að börn fái hollan og góðan mat í skólanum sínum án endurgjalds. Sóknarfæri næstu fjögurra ára við að gera Kópavog að vistvænu og heilsueflandi bæjarfélagi eru gríðarleg. Viðamikil skipulagsmál munu einkenna kjörtímabilið og verður að vanda til verka, bæði hvað varðar þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa til að tryggja að til verði sjálfbærir hverfiskjarnar þar sem hlúð er að vellíðan íbúa og blómstrandi þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Theodóru að hún vilji gjarnan leiða þau verkefni sem framundan séu því reynsla hennar og þekking, meðal annars af því að koma á samtali og samráði við íbúa hafi reynst vel, ekki síst til að tryggja sátt og samvinnu. „Öll stór mál varða ákvarðanir um hagsmuni og nærumhverfi fólks og kjörnir fulltrúar geti eingöngu öðlast skilning á þeim hagsmunum með því að hlusta. Þess vegna ætti íbúasamráð alltaf að vera fyrsta skrefið í allri ákvarðanatöku,“ segir Theodóra. Listi Viðreisnar í Kópavogi er eftirfarandi: Theodóra S Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari Kristján Ingi Gunnarsson markaðssérfræðingur María Ellen Steingrimsdottir lögfræðingur Leó Petursson, vallarstjóri/handboltamaður Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur Andrés Pétursson, stjórnandi Nordplus Soumia I Georgsdóttir atvinnurekandi Elvar Helgason viðskiptafræðingur Telma Huld Ragnarsdóttir læknir Ásgeir Þór Jónsson kokkur Auður C Sigrúnardóttir, MA klínísk sálfræði/jógakennari Andri Már Eggertsson, starfsmaður leikskóla/íþróttafréttamaður Sóley Eiríksdóttir sagnfræðingur Arnar Þórðarson pípulagnaingarmaður Sylvía Rós Arnarsdóttir nemi Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur Þóra S. Þorgeirsdóttir skrifstofufullrúi Tryggvi Magnús Þórðarson verkfræðingur Anna Þorbjörg Toher, BA List- og ferðamálafræði Sigvaldi Einarsson, fyrsti formaður Viðreisnar í Kópavogi Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í tilkynningu segir að Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi skipi annað sæti listans og Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari það þriðja. „Viðreisn hefur skýra framtíðarsýn um uppbyggingu skilvirkrar og stafrænnar þjónustu fyrir íbúa Kópavogsbæjar, sér fjölmörg tækifæri til að treysta fjárhag bæjarins, efla enn frekar skólaþróun og lýðheilsu og vill að börn fái hollan og góðan mat í skólanum sínum án endurgjalds. Sóknarfæri næstu fjögurra ára við að gera Kópavog að vistvænu og heilsueflandi bæjarfélagi eru gríðarleg. Viðamikil skipulagsmál munu einkenna kjörtímabilið og verður að vanda til verka, bæði hvað varðar þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa til að tryggja að til verði sjálfbærir hverfiskjarnar þar sem hlúð er að vellíðan íbúa og blómstrandi þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Theodóru að hún vilji gjarnan leiða þau verkefni sem framundan séu því reynsla hennar og þekking, meðal annars af því að koma á samtali og samráði við íbúa hafi reynst vel, ekki síst til að tryggja sátt og samvinnu. „Öll stór mál varða ákvarðanir um hagsmuni og nærumhverfi fólks og kjörnir fulltrúar geti eingöngu öðlast skilning á þeim hagsmunum með því að hlusta. Þess vegna ætti íbúasamráð alltaf að vera fyrsta skrefið í allri ákvarðanatöku,“ segir Theodóra. Listi Viðreisnar í Kópavogi er eftirfarandi: Theodóra S Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari Kristján Ingi Gunnarsson markaðssérfræðingur María Ellen Steingrimsdottir lögfræðingur Leó Petursson, vallarstjóri/handboltamaður Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur Andrés Pétursson, stjórnandi Nordplus Soumia I Georgsdóttir atvinnurekandi Elvar Helgason viðskiptafræðingur Telma Huld Ragnarsdóttir læknir Ásgeir Þór Jónsson kokkur Auður C Sigrúnardóttir, MA klínísk sálfræði/jógakennari Andri Már Eggertsson, starfsmaður leikskóla/íþróttafréttamaður Sóley Eiríksdóttir sagnfræðingur Arnar Þórðarson pípulagnaingarmaður Sylvía Rós Arnarsdóttir nemi Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur Þóra S. Þorgeirsdóttir skrifstofufullrúi Tryggvi Magnús Þórðarson verkfræðingur Anna Þorbjörg Toher, BA List- og ferðamálafræði Sigvaldi Einarsson, fyrsti formaður Viðreisnar í Kópavogi
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira