Djokovic er í fyrsta sæti nýjasta heimslistans sem var gefinn út í morgun.
Djokovic hefur ekki enn spilað tennisleik á árinu þökk sé stífni sinni að láta bólusetja sig. Hann hefur fyrir vikið ekki fengið þátttökurétt á mótum.
BACK ON TOP @DjokerNole has officially risen back to No. 1 on the ATP rankings and is guaranteed to spend at least his record 362nd and 363rd career weeks there during Miami.
— TENNIS (@Tennis) March 21, 2022
Djokovic is currently scheduled to return to action in Monte Carlo in April.
Djokovic fékk því ekki að taka þátt í Indian Wells mótinu. Það voru aftur á móti ófarir annars tennisleikara sem hjálpuðu honum upp um sæti á heimslistanum.
Rússinn Daniil Medvedev komst upp fyrir Djokovic en missti sætið aftur þökk sé slakri frammistöðu á Indian Wells.
Medvedev tapaði fyrir Gael Monfils í þriðju umferðinni og þessi árangur dugaði ekki til að halda efsta sæti heimslistans.
Medvedev náði að vera í efsta sætinu í þrjár vikur en þetta verður aftur á móti 362. vika Djokovic í toppsæti heimslistans sem er met. Hann hafði verið á toppnum í 79 daga þegar hann missti efsta sætið til Rússans.