„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 23:31 Androulakis var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ástandið í Maríupól við fréttamenn á flugvellinum í Aþenu. EPA/ALEXANDROS VLACHOS Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. Reuters greinir frá því að Manolis Androulakis hafi aðstoðað tugi Grikkja við að yfirgefa borgina á síðustu dögum. Hann hafi síðan sjálfur yfirgefið borgina í dag. Androulakis segir að Maríupól muni fljótt skipa sér sess meðal þeirra borga sem þekktar eru fyrir þá gríðarmiklu eyðileggingu og þær hörmungar sem yfir þær hafa dunið á stríðstímum. Þar megi nefna Guernica á Spáni, Coventry í Englandi, Aleppo í Sýrlandi, og Grozny og Leníngrad í Rússlandi. „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá,“ sagði Androulakis þegar hann var lentur á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi, hvar fjölskylda hans tók á móti honum. Gríska utanríkisráðuneytið segir að Androulakis hafi verið síðasti erindreki Evrópusambandslanda til þess að yfirgefa borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem er að stórum hluta án rafmgangs, gass og vatns. Þá er símasamband til borgarinnar stopult og árásir Rússa á borgina svo tíðar að íbúar hennar verja meirihluta tíma síns í sprengjuskýlum og neðanjarðarbyrgjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grikkland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Reuters greinir frá því að Manolis Androulakis hafi aðstoðað tugi Grikkja við að yfirgefa borgina á síðustu dögum. Hann hafi síðan sjálfur yfirgefið borgina í dag. Androulakis segir að Maríupól muni fljótt skipa sér sess meðal þeirra borga sem þekktar eru fyrir þá gríðarmiklu eyðileggingu og þær hörmungar sem yfir þær hafa dunið á stríðstímum. Þar megi nefna Guernica á Spáni, Coventry í Englandi, Aleppo í Sýrlandi, og Grozny og Leníngrad í Rússlandi. „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá,“ sagði Androulakis þegar hann var lentur á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi, hvar fjölskylda hans tók á móti honum. Gríska utanríkisráðuneytið segir að Androulakis hafi verið síðasti erindreki Evrópusambandslanda til þess að yfirgefa borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem er að stórum hluta án rafmgangs, gass og vatns. Þá er símasamband til borgarinnar stopult og árásir Rússa á borgina svo tíðar að íbúar hennar verja meirihluta tíma síns í sprengjuskýlum og neðanjarðarbyrgjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grikkland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30
Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03