Selma Sól lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Rosenborg í dag, en liðið hafði örugga 3-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir skoruðu sjálfsmark strax í upphafi síðari hálfleiks og Svava Sól skoraði fimmta mark liðsins eftir tæplega klukkutíma leik. Liðið bætti einu marki við undir lok leiksins og vann að lokum öruggan 6-0 sigur.
Leikurinn var hluti af fyrstu umferð tímabilsins og Rosenborg situr nú á topnnum með ansi góða markatölu.
Á sama tíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir í byrjunarliði Brann sem vann öruggan 5-2 sigur gegn Roa. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn af varamannabekknum eftir rétt rúmlega klukkutíma leik.