Stórslys í laxeldi engum að kenna Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. mars 2022 13:01 Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Umhverfismál Lax Elvar Örn Friðriksson Tengdar fréttir Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun