Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 13:41 Andrei Kozyrev þáverandi utanríkisráðherra Rússlands sést hér í föruneyti Borisar Yeltsin þáverandi forseta Rússlands. Getty/Jacques Langevin Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34