Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 13:41 Andrei Kozyrev þáverandi utanríkisráðherra Rússlands sést hér í föruneyti Borisar Yeltsin þáverandi forseta Rússlands. Getty/Jacques Langevin Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34