Konur sem elska feðraveldið Lúðvík Júlíusson skrifar 17. mars 2022 13:30 Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun