Konur sem elska feðraveldið Lúðvík Júlíusson skrifar 17. mars 2022 13:30 Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun