Diljá kveður borgarpólitíkina ósátt við kosningafyrirkomulag Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 14:00 Diljá hefur ákveðið að þiggja ekki 5. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þær fara fram eftir tvo mánuði. Hún segir að prófkjörið og niðurstöðuna þar hafa reynst sér þungbær. Vísir/Vilhelm Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að þiggja ekki fimmta sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira